Hrafnaþing: Að skrá sögu landsins með ljósmyndum

10.11.2014
Eldgos í Heklu
Mynd: Oddur Sigurðsson
Eldgos í Heklu

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið „Að skrá sögu landsins með ljósmyndum. Hverjum ber að varðveita hana?“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 9:15.

Einn mikilvægasti þátturinn í rannsóknum á náttúru Íslands felst í að skrá og varðveita sögu landsins. Í erindinu verður fjallað um notkun ljósmynda við þessar rannsóknir.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnþings haustið 2014