Hrafnaþing: Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi

Ute Stenkewitz starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og doktorsnemi við Háskóla Íslands flytur erindið „Sníkjudýrasýkingar, líkamsástand og stofnbreytingar rjúpu á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 26. nóvember kl. 15:15.
Í erindinu, fjallar Ute um doktorsverkefni sitt þar sem kannað er hvernig stærð rjúpnastofnsins tengist heilsufari fuglanna. Meginmarkmið verkefnisins er að lýsa því hvernig sníkjudýrasýkingar í rjúpum tengist aldri fuglanna, líkamsástandi og stofnþéttleika.
Erindið verður flutt á ensku.
Athugið: Hrafnaþing verður framvegis á hefðbundnum tíma kl. 15:15–16:00.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Dagskrá Hrafnþings haustið 2014