Sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna á Hrafnaþingi

03.11.2014
Lundi með æti
Mynd: Ingvar A. Sigurðsson
Lundi

Erpur Snær Hansen doktor í líffræði og sviðsstjóri vistfræðirannsókna á Náttúrustofu Suðurlands flytur erindið „Hitastýrðar sveiflur íslenskra síla-, loðnu- og sjófuglastofna“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 5. nóvember kl. 9:15.

Íslenskir sjófuglar hafa átt undir högg að sækja í um áratug eftir hrun sílastofnsins sunnan- og vestanlands og tilfærslu uppeldisstöðva loðnu frá Íslandshafi til SA-Grænlands. Í erindinu eru teknar saman niðurstöður mælinga á framleiðslu og fæðu lundapysja í 12 lundabyggðum síðustu fimm ár. Þessar mælingar þjóna sem áviti fyrir íslenska sjófugla sem éta helst sandsíli og loðnu.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnþings haustið 2014