Fréttir
-
22.12.2015
Jólakveðja
Jólakveðja
22.12.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Athugið að stofnunin verður lokuð 24. og 28.-31. desember.
-
17.12.2015
Vetrarfuglatalning 2015
Vetrarfuglatalning 2015
17.12.2015
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands, sú 64. í röðinni, fer fram helgina 9.–10. janúar næstkomandi. Markmið vetrarfuglatalninga er að kanna hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, meta hversu algengir fuglarnir eru og í hvaða landshlutum þeir halda sig.
-
30.11.2015
Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við jökla á Suðausturlandi
Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við jökla á Suðausturlandi
30.11.2015
Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur flytur erindið „Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við hörfandi jökla á Suðausturlandi og samanburður við ung Hekluhraun á Hrafnaþingi“ miðvikudaginn 2. desember kl. 15:15.
-
16.11.2015
Gróðurframvinda í Skaftafelli
Gróðurframvinda í Skaftafelli
16.11.2015
Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Gróðurframvinda í Skaftafelli“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15:15. Meðhöfundar að erindinu eru Kristbjörn Egilsson og Eyþór Einarsson.
-
03.11.2015
Hrafnaþing: nýtt jarðfræðikort af Austurlandi
Hrafnaþing: nýtt jarðfræðikort af Austurlandi
03.11.2015
Birgir V. Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Nýtt jarðfræðikort af Austurlandi í mælikvarða 1:100.000“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 4. nóvember kl. 15:15.
-
27.10.2015
Spánarsniglarnir láta loksins sjá sig
Spánarsniglarnir láta loksins sjá sig
27.10.2015
Ólíkt því sem búist var við létu spánarsniglar ekkert á sér kræla í sumar. Gengi þeirra hefur heldur verið á uppleið undanfarin sumur en í ár var örvænting farin að hreiðra um sig, því ekkert bólaði á sniglunum. En loksins er það komið í ljós, þeir höfðu það af!
-
19.10.2015
Hrafnaþing hefst á ný
Hrafnaþing hefst á ný
19.10.2015
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október. Það er Erling Ólafsson skordýrafræðingur sem flytur fyrsta erindi haustsins og nefnist það „Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010.“
-
15.10.2015
Vegna verkfalla SFR
Vegna verkfalla SFR
15.10.2015
Tveggja sólarhringa skyndiverkfall SFR hófst á miðnætti og stendur það yfir í dag, 15. október, og á morgun, 16. október. Annað verkfall er boðað mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Hluti starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands eru félagsmenn í SFR og á meðan verkföllum stendur verður móttaka og símvarsla stofnunarinnar lokuð.
Viðskiptavinum er bent á að hægt er að senda starfsfólki tölvupóst sem verður svarað við fyrsta hentugleika.
-
02.10.2015
Tillögur um rjúpnaveiði 2015
Tillögur um rjúpnaveiði 2015
02.10.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2015 og sendi niðurstöðurnar til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 28. september síðastliðinn. Stofnunin leggur til að ráðlögð rjúpnaveiði í haust verði 54 þúsund fuglar. Stofnunin leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.
Viðkoma rjúpunnar var metin með talningum í tveimur landshlutum síðsumars. Hlutfall unga reyndist vera 75% á Norðausturlandi og 74% á Suðvesturlandi og telst það vera lélegt en skýrist af köldu vori og hretviðrasömu sumri.
-
17.09.2015
Kóngasvarmar í heimsókn
Kóngasvarmar í heimsókn
17.09.2015
Kóngasvarmi er risastórt fiðrildi sem berst hingað árlega frá Suður-Evrópu, einkum í seinnihluta ágúst og í september. Hann er gæddur mikilli flökkunáttúru. Fæstir trúa sínum eigin augum þegar kóngasvarma ber fyrir augu, halda jafnvel að þar fari smáfuglar og kettir veiða þá sem mýs!
-
15.09.2015
Gróðurbreytingar á Íslandi greindar með fjarkönnun
Gróðurbreytingar á Íslandi greindar með fjarkönnun
15.09.2015
Gögn frá gervituglum hafa verið notuð til að skoða gróðurbreytingar á Íslandi síðustu þrjá áratugi. Í ritinu „Remote sensing“ birtist nýverið grein um niðurstöðu rannsóknarinnar.
-
14.09.2015
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru
14.09.2015
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn á miðvikudag, 16. september. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða gestum heim á starfsstöð sína í Garðabæ þar sem sérfræðingar munu segja frá sumarrannsóknum sínum í máli og myndum.
-
11.09.2015
Dánarvottorð afturkallað
Dánarvottorð afturkallað
11.09.2015
Fyrir skömmu bárust fáeinir geitungar inn um glugga á fjórðu hæð blokkar í vesturbæ Reykjavíkur. Það er í sjálfu sér ekki í fréttir færandi nema fyrir það að einn geitunganna reyndist vera húsageitungur, en hann hefur ekki fundist með vissu síðan 2007. Því hafði verið gefið út dánarvottorð á tegundina hér á landi. Það skal nú afturkallað í bili.
-
07.09.2015
Frjótími senn á enda
Frjótími senn á enda
07.09.2015
Í ágúst voru frjótölur í Garðabæ og á Akureyri yfir meðallagi. Á báðum stöðum voru grasfrjó algengust. Gera má ráð fyrir að frjótíma fari senn að ljúka.
-
27.08.2015
Þrjú græn skref
Þrjú græn skref
27.08.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrstu þremur af fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hlaut á dögunum viðurkenningu þess efnis. Markmið með grænum skrefum er að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, einkum skrifstofurekstur, og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.
-
25.08.2015
Alþjóðleg ráðstefna um jarðminjavernd: VIII International ProGEO Symposium
Alþjóðleg ráðstefna um jarðminjavernd: VIII International ProGEO Symposium
25.08.2015
Dagana 8. til 12. september næstkomandi verður haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vernd jarðminja (International ProGEO Symposium). Það eru evrópsku samtökin ProGEO sem standa fyrir ráðstefnunni undir yfirskriftinni „Geoconservation strategies in a changing world“. Þetta er í áttunda skipti sem ráðstefna af þessu tagi er haldin og nú í fyrsta skipti á Íslandi.
-
11.08.2015
Alþjóðleg ráðstefna: International Grouse Symposium
Alþjóðleg ráðstefna: International Grouse Symposium
11.08.2015
Dagana 4. til 7. september næstkomandi verður haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vistfræði, nýtingu og vernd orrafugla (International Grouse Symposium). Rjúpan tilheyrir einmitt orrafuglum. Ráðstefnan er vettvangur fyrir bæði fræðimenn og áhugamenn um líffræði orrafugla til að hittast og fjalla um þennan merkilega hóp fugla. Þetta er í þrettánda skipti sem þingið er haldið og nú í fyrsta skipti á Íslandi.
-
22.07.2015
Mikið magn grasfrjóa í Garðabæ en lítið á Akureyri
Mikið magn grasfrjóa í Garðabæ en lítið á Akureyri
22.07.2015
Frjókorn mælast nú í miklu magni í Garðabæ og stefnir í met en eru í lágmarki á Akureyri. Gera má ráð fyrir að hámark grasfrjóa á Akureyri verði í ágúst.
-
20.07.2015
Æðarfugl verpir í Surtsey
Æðarfugl verpir í Surtsey
20.07.2015
Sitthvað markvert gerðist í leiðangri sem farinn var til Surtseyjar dagana 13.–17. júlí. Æðarfugl fannst þar með nýklakta unga en varp hans hefur ekki verið staðfest fyrr. Tvær nýjar tegundir háplantna fundust, ljónslappi og stinnastör, og tvær tegundir fiðrilda auk fleiri smádýra. Jarðhiti hefur aukist í Vesturbunka miðað við síðustu mælingar og nýlegar gliðnunarsprungur fundust undir bunkanum.
-
03.07.2015
Risahvannir kortlagðar á Akureyri
Risahvannir kortlagðar á Akureyri
03.07.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2.000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
-
03.07.2015
Frjótíma birkis að ljúka en grasa að hefjast
Frjótíma birkis að ljúka en grasa að hefjast
03.07.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman frjótölur fyrir júnímánuð. Í Garðabæ var fjöldi frjókorna í lofti undir meðallagi en á Akureyri var talsvert af birkifrjói.
-
30.06.2015
Lúsmý herjar á íbúa sumarhúsa
Lúsmý herjar á íbúa sumarhúsa
30.06.2015
Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.
-
24.06.2015
Ekki mælt með hreindýrabúskap
Ekki mælt með hreindýrabúskap
24.06.2015
Starfshópur um hreindýraeldi mælir ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem hópurinn afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, á dögunum.
-
11.06.2015
Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík
Borkjarnasafn flyst á Breiðdalsvík
11.06.2015
Ákveðið hefur verið að flytja borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur og hefur ríkisstjórnin samþykkt fimm milljóna króna fjárveitingu vegna flutningsins. Með flutningunum er húsnæðisþörf safnsins leyst á hagkvæman hátt auk þess sem tækifæri skapast fyrir 1–2 störf á Breiðdalsvík með safninu til að byrja með. Safnið verður væntanlega flutt næsta haust og tekur til starfa í lok ársins.
-
08.06.2015
Ný skýrsla um ágengar, framandi tegundir
Ný skýrsla um ágengar, framandi tegundir
08.06.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands tók nýverið þátt í verkefni á vegum NOBANIS (European Network on Invasive Alien Species) sem fólst í að kortleggja með hvaða hætti ágengar, framandi tegundir berast til landa í Norður-Evrópu. Einnig var lagt mat á hvaða tegundir gætu hugsanlega flokkast sem ágengar.
-
05.06.2015
Mítlar húkka sér far með ferðamönnum frá Bandaríkjunum
Mítlar húkka sér far með ferðamönnum frá Bandaríkjunum
05.06.2015
Skógarmítill er oft til umfjöllunar enda af flestum talinn ógeðþekkur. Fleiri tegundir þessara stóru blóðsugumítla hafa komið við sögu hér á landi þó ekki eigi þær allar hér heima. Af og til berast slíkir til landsins með ferðamönnum frá útlöndum. Tvö nýleg dæmi hafa verið skráð hjá Náttúrufræðistofnun. Í byrjun júní kom kona til landsins frá Bandaríkjunum með stjörnumítill fastan á kviðnum á sér. Í maí barst rakkamítil með barni einnig frá Bandaríkjunum.
-
05.06.2015
Frjótölur undir meðaltali
Frjótölur undir meðaltali
05.06.2015
Frjómælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri og í Garðabæ, hófust í apríl. Á báðum stöðum hefur frjómagn mælst langt undir meðaltali. Það skýrist af köldu veðurfari því gróður er skemmra á veg kominn en venjan er á þessum árstíma.
-
04.06.2015
Rjúpnatalningar 2015
Rjúpnatalningar 2015
04.06.2015
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2015 er lokið. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfjölgun rjúpna 8% á milli áranna 2014 og 2015.
-
02.06.2015
Nýjar greinar um Surtsey og fleiri eldeyjar
Nýjar greinar um Surtsey og fleiri eldeyjar
02.06.2015
Komin eru út tvö rit með greinum um Surtsey og fleiri eldfjöll þar sem rannsóknir hafa verið stundaðar undanfarna áratugi. Greinarnar fjalla flestar um efni sem kynnt voru á 50 ára afmælisráðstefnu Surtseyjar sem haldin var í Reykjavík haustið 2013.
-
29.05.2015
Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar
Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar
29.05.2015
Þrátt fyrir kuldatíð og illviðri fundust fleiri arnarhreiður á þessu vori en nokkru sinni frá því farið var að fylgjast með arnarstofninum fyrir hartnær hundrað árum.
-
26.05.2015
Gróðureldar vorið 2015
Gróðureldar vorið 2015
26.05.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið stærð þriggja svæða þar sem gróðureldar komu upp nú í vor. Tveir eldnanna voru allmiklir en sá þriðji var lítilsháttar miðað við skráða gróðurelda á síðustu árum. Mjög þurrt og hvassviðrasamt var á sunnan og vestanverðu landinu í apríl og framan af maí sem skapaði eldhættu eins og oft áður á þessum árstíma.
-
17.04.2015
Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni
Hvað er að bögga okkur – Pöddupúlsinn tekinn á þjóðinni
17.04.2015
Hvaða smádýr eru einna helst að bögga íslenska þjóð? Svar við þessari spurningu má finna í gögnum sem haldið er til haga á Náttúrufræðistofnun Íslands en næstkomandi miðvikudag, 22. apríl kl. 15:15, mun Erling Ólafsson skordýrafræðingur rýna í gögnin á Hrafnaþingi.
-
07.04.2015
Gróður í beitarfriðuðum hólmum
Gróður í beitarfriðuðum hólmum
07.04.2015
Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Gróður í Bláfellshólma og Koðralækjarhólma í Árnessýslu og 13 öðrum beitarfriðuðum hólmum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. apríl kl. 15:15.
-
31.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
31.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 22. sinn föstudaginn 27. mars s.l. á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn var vel sóttur, þar voru haldin ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.
-
26.03.2015
Einar Gíslason látinn
Einar Gíslason látinn
26.03.2015
Einar Gíslason kortagerðarmaður er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 17. mars sl. og verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík mánudaginn 30. mars kl. 15.
-
24.03.2015
Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan
Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan
24.03.2015
Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Nishinoshima: ný eldey myndast sunnan Japan“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 25. mars kl. 15:15.
-
23.03.2015
Vorið leit við í Hafnarfirði
Vorið leit við í Hafnarfirði
23.03.2015
Vorboðar birtast nú einn af öðrum svo ekki verður um villst að bættrar tíðar er að vænta. Heiðlóan sást austur í Breiðdal fyrir skömmu en vorið hefur líka gert vart við sig í Hafnarfirði. Þess sáust augljós merki um nýliðna helgi.
-
23.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2015
23.03.2015
Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura föstudaginn 27. mars kl. 13:15–16:30.
-
10.03.2015
Af refum á Hornströndum
Af refum á Hornströndum
10.03.2015
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Af refum á Hornströndum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. mars kl. 15:15.
-
25.02.2015
Met í fuglamerkingum
Met í fuglamerkingum
25.02.2015
Árið 2014 var met slegið í fuglamerkingum á Íslandi. Fimmtíu og einn merkingarmaður merkti alls 19.046 fugla af 79 tegundum og eru það fleiri nýmerkingar á einu ári en nokkru sinni fyrr. Mest var merkt af auðnutittlingi.
-
25.02.2015
Hrafnaþingi frestað
Hrafnaþingi frestað
25.02.2015
Vegna slæmra veðurhorfa hefur verið ákveðið að fresta Hrafnaþingi sem vera átti í dag. Það verður í staðin haldið miðvikudaginn 4. mars kl. 15:15.
-
24.02.2015
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir
24.02.2015
Páll Bjarnason byggingartæknifræðingur flytur erindið „Drónar og notkun þeirra við náttúrurannsóknir“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 15:15.
-
20.02.2015
Villandi frétt Stöðvar 2
Villandi frétt Stöðvar 2
20.02.2015
Í kvöldfréttum Stöðvar 2, fimmtudaginn 19. febrúar sl. var m.a. fjallað um húsnæðismál Náttúruminjasafns Íslands, sem hafa verið nokkuð til umræðu undanfarið. Frétt Stöðvarinnar var um ýmis atriði mjög villandi og rangt farið með staðreyndir, og því nauðsynlegt að benda á nokkur atriði, sem vert er að leiðrétta.
-
10.02.2015
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
Klukkuþreyta á Hrafnaþingi
10.02.2015
Björg Þorleifsdóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands, flytur erindið „Klukkuþreyta“ á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 11. febrúar kl. 15:15.
-
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
Náttúrufræðistofnun Íslands stígur fyrsta Græna skrefið
05.02.2015
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrsta Græna skrefinu í ríkisrekstri og hlaut í dag viðurkenningu þess efnis. Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins á markvissan hátt.
-
26.01.2015
Heimsþing um friðlýst svæði á Hrafnaþingi
Heimsþing um friðlýst svæði á Hrafnaþingi
26.01.2015
Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flytur erindið „Heimsþing um friðlýst svæði / IUCN World Parks Congress 2014“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:15.
-
19.01.2015
Hrafnaþing á nýju ári
Hrafnaþing á nýju ári
19.01.2015
Dagskrá Hrafnaþings á vormisseri hefur nú verið birt á vef Náttúrufræðistofnunar. Flutt verða sjö erindi, það fyrsta miðvikudaginn 28. janúar nk.
-
09.01.2015
Nýr ráðherra í heimsókn
Nýr ráðherra í heimsókn
09.01.2015
Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands í gær, fimmtudaginn 8. janúar, í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og hitta fyrir starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri, ritari ráðherra, upplýsingafulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu.