Af refum á Hornströndum

10.03.2015
Refur á Hornströndum
Mynd: Phil Garcia
Refur á Hornströndum. Ljósm. Phil Garcia.

Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Af refum á Hornströndum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 11. mars kl. 15:15.

Fjallað verður um viðamiklar refarannsóknir í friðlandinu á Hornströndum sem staðið hafa yfir frá árinu 1998. Með rannsóknunum hafa safnast gögn sem meðal annars má nýta til að meta ábúðarþéttleika, félagskerfi, lífslíkur, tímgunarárangur, svæðisnotkun og tryggð við heimahaga. Jafnframt hefur verið aflað mikilvægra gagna um samskipti manna og refa og áhrif ferðamanna á afkomu og atferli refa við greni.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!