Einar Gíslason látinn

Í hálfa öld var Einar Gíslason lykilmaður í gróðurkortagerð á Íslandi. Hann hóf störf hjá Atvinnudeild Háskólans árið 1949 og vann þar við jarðvegskortagerð til ársins 1955. Þá hófst kortlagning gróðurs á miðhálendi Íslands og tók Einar þátt í þeirri vinnu frá upphafi, lengst af hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins en síðasta áratuginn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Einar var alla tíð afar vandvirkur við störf sín og gerði kröfur um nákvæm vinnubrögð.

Einar lauk störfum í október 2005, 81 árs að aldri, og var við það tækifæri sæmdur gullmerki Náttúrufræðistofnunar Íslands.