Gróður í beitarfriðuðum hólmum
07.04.2015

Úr Bláfellshólma í Hvítá í Árnessýslu.
Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Gróður í Bláfellshólma og Koðralækjarhólma í Árnessýslu og 13 öðrum beitarfriðuðum hólmum“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. apríl kl. 15:15.
Í erindinu er greint frá nýlegum rannsóknum á gróðri tveggja hólma í Árnessýslu; Bláfellshólma í Hvítá og Koðralækjarhólma í Tungufljóti. Flóra þeirra er einnig borinn saman við flóru 13 annarra hólma sem áður höfðu verið kannaðir.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!