Alþjóðleg ráðstefna: International Grouse Symposium

Á ráðstefnunni verða niðurstöður rannsókna kynntar í 75 erindum og á um 40 veggspjöldum. Þar af eru tólf viðburðir um niðurstöður rannsókna á íslensku rjúpunni. Náttúrufræðistofnun Íslands ber ábyrgð á skipulagi ráðstefnunnar en í undirbúningsnefndinni sitja að auki fulltrúar Háskóla Íslands, Verkís, SKOTVÍS og Fuglaverndar. Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, mun setja ráðstefnuna. Ráðstefnustaðurinn er Hilton Reykjavik Nordica.

Daginn áður en ráðstefnan hefst, þann 3. september, verður haldinn vinnustofa um hvernig megi beita nýjustu tækni við könnun á búsvæðum og fæðuvali grasbíta líkt og orrafugla.

Ráðstefnan er öllum opin og hægt er að skrá sig á vef International Grouse Symposium 2015. Þar eru einnig lýsingar á ráðstefnunni og vinnufundinum.

Dagskrá og útdrættir (pdf, 913 KB)