Gróðurkort Rala frá 1961–1987

Gróðurkortagerð hófst á Íslandi árið 1955. Fyrstu fimm árin var unnið að henni hjá búnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla Íslands  en á árunum 1960–1995 hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala). Náttúrufræðistofnun Íslands tók við verkefninu árið 1995 og hefur sinnt því síðan.

Upphaflegur tilgangur gróðurkortanna var að leggja mat á beitarþol gróðurlenda á miðhálendinu. Í dag eru kortin mikilvæg heimild um gróðurfar landsins og með þeim má að kanna breytingar sem orðið hafa á síðustu 30–40 árum.

Gróður- og landgreining var unnin á vettvangi á svart-hvítar loftmyndir og upplýsingar handteiknaðar ofan á staðfræðikort eins og venja var fyrir tíma landupplýsingakerfa. Gróðurkortunum var komið yfir á stafrænt form árið 2006 með aðstoð Loftmynda ehf.  og sérhvert prentað kortblað var skannað, samtals 104 blöð.

Skönnuðu gróðurkortin eru hnitsett og er hægt að nota þau sem bakgrunn í landupplýsingakerfum.

Upplýsingar um gróðurkort Rala og niðurhal þeirra