Fréttir

 • 13.07.2017

  Afgreiðslutími frá 17. júlí til 4. ágúst

  Afgreiðslutími frá 17. júlí til 4. ágúst

  13.07.2017

  Móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ og á Akureyri verður lokuð frá 17. júlí til og með 4. ágúst vegna sumarleyfa.

 • 07.07.2017

  Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

  Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi

  sf-v_21-fyll-magnus-gudmundsson.jpg

  07.07.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Þetta rit er hluti af verkefninu Natura Ísland en það snýst einkum um að skilgreina, kortleggja útbreiðslu og meta verndargildi vistgerða, plantna og dýra og tilgreina net verndarsvæða á grunni þeirrar vinnu.

 • 07.07.2017

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Háliðagras

  07.07.2017

  Fjöldi frjókorna í júní mældist yfir meðallagi á Akureyri en í Garðabæ var hann nálægt meðallagi. Á báðum stöðum er frjótíma birkis lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.

 • 13.06.2017

  Viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu afhent Skógræktinni

  Viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu afhent Skógræktinni

  vidarnyra_edda_gudmundur_ds.jpg

  13.06.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur falið Rannsóknastöð Skógræktarinnar að Mógilsá varðveislu á viðarnýra frá Broddadalsá í Strandasýslu sem rak á fjörur haustið 2002 og var það afhent 9. júní sl. í blíðskaparveðri á Mógilsá.

 • 09.06.2017

  Frjómælingar í apríl og maí

  Frjómælingar í apríl og maí

  Birkirekill tilbúinn að dreifa frjóum sínum

  09.06.2017

  Hlýindi og þurrviðri í maí og góð veðurskilyrði þegar birkireklarnir þroskuðust síðasta haust ollu því að frjótala birkis á Akureyri var sú hæsta sem mælst hefur í einum mánuði. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna í maí sá næst mesti í 7 ár.

 • 07.06.2017

  Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi - Doktorsvörn Ute Stenkewitz

  Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi - Doktorsvörn Ute Stenkewitz

  okn_rjupa2009-2.jpg

  07.06.2017

  Fimmtudaginn 8. júní ver Ute Stenkewitz, doktorsritgerð sína við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin heitir Sníkjudýr og stofnbreytingar rjúpunnar á Íslandi (Parasites and population change of rock ptarmigan in Iceland). Ute hefur starfað við rjúpnarannsóknir á Náttúrufræðistofnun undanfarin ár.

 • 31.05.2017

  Rjúpnatalningar 2017

  Rjúpnatalningar 2017

  Rjúpur við Hafravatn ofan Reykjavíkur

  31.05.2017

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2017 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Austurlandi. 

 • 30.05.2017

  Íslandsmet í magni frjókorna

  Íslandsmet í magni frjókorna

  Birki í Urriðaholti í maí 2016

  30.05.2017

  Fyrir rúmri viku síðan varð mikið birkifrjóregn á Akureyri og hafa aldrei áður mælst svo mörg frjókorn á einum sólarhring á Íslandi. Fleiri birkifrjó hafa mælst í maí en í nokkrum öðrum maímánuði frá upphafi mælinga 1998.

 • 29.05.2017

  Ársfundur og útgáfa ársskýrslu

  Ársfundur og útgáfa ársskýrslu

  24-05-201728.jpg

  29.05.2017

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 24. sinn miðvikudaginn 24. júní síðastliðinn á Hótel Reykjavík Natura. Á honum voru flutt ávörp og erindi um verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.

 • 19.05.2017

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

  19.05.2017

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, miðvikudaginn 24. maí kl. 13:15–16:30.

 • 17.05.2017

  Aukin náttúruvernd á norðurslóðum

  Aukin náttúruvernd á norðurslóðum

  caff_boundaries.jpg

  17.05.2017

  Stærð verndaðra svæða á norðurslóðum hefur tvöfaldast síðan 1980 og nú eru 11,4% norðurslóða, eða 3,7 milljón km2, verndaðar samkvæmt flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna.

 • 16.05.2017

  Hlýnun jarðar og umsvif mannsins auka hættu á aðflutningi ágengra framandi tegunda á norðurslóðum

  Hlýnun jarðar og umsvif mannsins auka hættu á aðflutningi ágengra framandi tegunda á norðurslóðum

  arias_forsidumynd.jpg

  16.05.2017

  Norðurskautsráðið hefur gefið út stefnu og aðgerðaráætlun um að hefta yfirvofandi aðflutning ágengra framandi tegunda á norðurslóðum og kallar eftir að henni verði hrint fljótt í framkvæmd. Aðflutningur ágengra framandi tegunda á norðurslóðum mun hafa áhrif á líffræðilega fjölbreytni á heimsvísu, ógna tegundum, spilla vistkerfum og hafa ýmis efnahagsleg áhrif.

 • 15.05.2017

  Miklar breytingar á líffræðilegri fjölbreytni sjávar á norðurslóðum

  Miklar breytingar á líffræðilegri fjölbreytni sjávar á norðurslóðum

  sambr_forsidumynd.jpg

  15.05.2017

  Breytingar á fæðuvali, tap á búsvæðum á ís og breytt ísalög, fjölgun smitsjúkdóma og yfirvofandi aðfluttningur suðrænna tegunda hafa áhrif á sjávardýr á norðlægum slóðum. Vistkerfi norðurslóða eru að breytast og framundan eru mikil umskipti.

 • 11.05.2017

  Fuglamerkingar 2016

  Fuglamerkingar 2016

  eo_kria.jpg

  11.05.2017

  Mest var merkt af auðnutittlingum árið 2016 en næstmest af skógarþresti. Fimmtíu og fimm merkingarmenn skiluðu skýrslum um merkingu á alls 16.476 fuglum af 81 tegund. Þetta er metfjöldi merkingarmanna og 3. stærsta ár frá upphafi í fjölda merktra fugla.

 • 08.05.2017

  Frjómælingar sumarsins eru hafnar

  Frjómælingar sumarsins eru hafnar

  Lokaður birkirekill

  08.05.2017

  Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Hægt er að fylgjast með mælingum á birki og grasfrjóum á vef Náttúrufræðistofnunar en þær er gott að nota sem viðmið um hvenær blómgun þessara tegunda er byrjuð eða vel á veg komin.

 • 04.05.2017

  Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík þann 19. maí

  Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík þann 19. maí

  Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík

  04.05.2017

  Föstudaginn 19. maí frá kl. 12-18 verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík.

 • 25.04.2017

  Pödduvefur uppfærður

  Pödduvefur uppfærður

  rottumitill-07-04-2017.jpg

  25.04.2017

  Pödduvefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið yfirfarinn og uppfærður og þar er nú að finna upplýsingar um 355 tegundir. Skipulag á uppröðun efnis hefur verið bætt og mikið er af nýjum upplýsingum um tegundir og tegundahópa.

 • 18.04.2017

  Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

  Hrafnaþing: Fléttur á Íslandi

  Kápa bókarinnar „Íslenskar fléttur“

  18.04.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 19. apríl kl. 15:15–16:00. Hörður Kristinsson fléttufræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Fléttur á Íslandi“.

 • 31.03.2017

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ

  31.03.2017

  Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 58% landsmanna.

 • 28.03.2017

  Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

  Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

  Borað í fornt stöðuvatn

  28.03.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. mars kl. 15:15–16:00. Sigrún Dögg Eddudóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma“.

 • 20.03.2017

  Vel heppnað málþing að baki

  Vel heppnað málþing að baki

  Málþingið

  20.03.2017

  Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Málþingið þótti afar vel heppnað en um 220 manns sóttu þingið.

 • 20.03.2017

  Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

  Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

  skogarmitill_1.jpg

  20.03.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 22. mars kl. 15:15–16:00. Matthías Alfreðsson líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“.

 • 17.03.2017

  Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

  Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

  snaefellsjokull-vistgerdir-img_1084.jpg

  17.03.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt vistgerðakortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis.

 • 16.03.2017

  Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

  Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

  Vorboði í Urriðaholti 15. mars 2017, karlreklar elris losa út frjókorn.

  16.03.2017

  Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, er að byrja að blómgast þessa dagana og næstu vikur má því búast við elrifrjókornum í lofti ef veður fer hlýnandi.

 • 15.03.2017

  Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

  Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

  skeraleira_alftafjordur.jpg

  15.03.2017

  Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru verður kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins föstudaginn 17. mars kl. 13 á Grand Hótel.

  Kynntar verða niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Flokkunin á sér fyrirmynd í viðurkenndri flokkun á vistgerðum í Evrópu og mun nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi við alla skipulagsgerð, skynsamlega landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

 • 24.02.2017

  Hrafnaþing: Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi

  Hrafnaþing: Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi

  Sauðfé á Skeiðarársandi

  24.02.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 1. mars kl. 15:15–16:00. Bryndís Marteinsdóttir nýdoktor hjá Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands flytur erindið „Áhrif sauðfjárbeitar og skordýraafráns á gróðurframvindu á Skeiðarársandi“.

 • 17.02.2017

  Hálfdán Björnsson á Kvískerjum látinn

  Hálfdán Björnsson á Kvískerjum látinn

  Hálfdán Björnsson á Mávatorfu í Suðursveitarfjöllum

  17.02.2017

  Á morgun, 18. febrúar, verður til moldar borinn Hálfdán Björnsson, bóndi og fræðimaður á Kvískerjum í Öræfum. Hann lést 10. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands rétt að verða níræður, síðastur af stórum systkinahópi. 

 • 13.02.2017

  Hrafnaþing: Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

  Hrafnaþing: Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna

  Sjálfgræðsla á beittu landi við Heygil á Hrunamannaafrétti 2016

  13.02.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. febrúar kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jarðvegsrof og gróðurbreytingar á afrétti Hrunamanna“.

 • 01.02.2017

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 31. janúar 2017

  01.02.2017

  Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í gær Náttúrufræðistofnun Íslands í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og hitta starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmenn ráðherra, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu og upplýsingafulltrúi.

 • 18.01.2017

  Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

  Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

  Heimskautarefur

  18.01.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið í dag, 18. janúar kl. 15:15–16:00. Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“.