Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

18.01.2017
Heimskautarefur
Mynd: Carsten Egevang
Refur

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið í dag, 18. janúar kl. 15:15–16:00. Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“.

Í erindinu verður fjallað um helstu viðfangsefni CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum um málefni um allt það er snýr að vernd og nýtingu tegunda, búsvæða þeirra og vistkerfa. Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.