Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

01.02.2017
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 31. janúar 2017
Mynd: Kjartan Birgisson
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Guðmundsson forstöðumaður safna- og flokkunarfræðideildar og Jón Gunnar Ottósson forstjóri.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti í gær Náttúrufræðistofnun Íslands í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi stofnunarinnar og hitta starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmenn ráðherra, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu og upplýsingafulltrúi.

Ráðherrann átti fund með forstjóra og forstöðumönnum stofnunarinnar þar sem hlutverk, starfsemi og helstu verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands voru kynnt og rædd. Að fundi loknum var gengið um stofnunina, húsnæðið skoðað og starfsemin kynnt frekar.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 31. janúar 2017
Mynd: Kjartan Birgisson

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Hans H. Hanssen, sérfræðingur í landupplýsingakerfum og kortlagningu vistgerða.