Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

20.03.2017
Skógarmítill
Mynd: Erling Ólafsson

Skógarmítill

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 22. mars kl. 15:15–16:00. Matthías Alfreðsson líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um stöðu skógarmítla á Íslandi og niðurstöður fyrstu skipulögðu leitar að tegundinni á líklegum búsvæðum og hýslum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Allir velkomnir!