Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

15.03.2017
Skeraleirur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Skeraleira í Álftafirði á Suðausturlandi.

Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru verður kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins föstudaginn 17. mars kl. 13 á Grand Hótel.

Kynntar verða niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Flokkunin á sér fyrirmynd í viðurkenndri flokkun á vistgerðum í Evrópu og mun nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi við alla skipulagsgerð, skynsamlega landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Viðburðinum verður streymt á rás stofunarinnar á YouTube.

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.