Fréttir

 • 25.09.2017

  Tillögur um rjúpnaveiði 2017

  Tillögur um rjúpnaveiði 2017

  Ársgamall rjúpukarri

  25.09.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2017. Niðurstöðurnar voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi þann 22. september sl. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 57 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 40 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

 • 20.09.2017

  Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

  Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

  sf-v_27-lundi_as.jpg

  20.09.2017

  Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til málþings um válista fugla á Íslandi föstudaginn 22. september. Tilefnið er nýuppfærður válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem verður brátt aðgengilegur á vef stofnunarinnar.

 • 19.09.2017

  Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

  Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

  Kápa skýrslunnar „State of the Arctic Marine Biodiversity Report“

  19.09.2017

  Í maí síðastliðnum voru gefnar út á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), Norðurskautsráðsins og PAME (Protection of the Arctic Marine Environments) þrjár skýrslur sem varða lífríki á norðurslóðum. Ein fjallar um líffræðilega fjölbreytni í vistkerfum sjávar á norðurslóðum, önnur um friðlýst svæði á norðurslóðum og sú þriðja er aðgerðaáætlun gegn ágengum, framandi tegundum.

 • 12.09.2017

  Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

  Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

  Æðarvarp

  12.09.2017

  Föstudaginn 15. september kl. 15:15 ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að fagna degi íslenskrar náttúru með því að bjóða upp á fyrirlestur um Björn Björnsson, fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

 • 07.09.2017

  Met í fjölda grasfrjóa

  Met í fjölda grasfrjóa

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  07.09.2017

  Þann 1. september var slegið met í fjölda grasfrjóa á Akureyri. Þá mældust 460 frjó/m3 á einum sólarhring og er það hið mesta sem hefur mælst af grasfrjóum á einum degi þetta árið. Í ágúst var fjöldi frjókorna norðan heiða í rúmu meðallagi en í Garðabæ var hann heldur minni en í meðalári. Nú fer frjótíma senn að ljúka en þó má gera ráð fyrir að grasfrjóa verði vart á góðviðrisdögum í september.

 • 05.09.2017

  Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

  Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

  Kerlingajökull í Klaufabrekknadal á Tröllaskaga

  05.09.2017

  Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Tröllaskaga minnkað umtalsvert vegna hlýnandi loftslags. Mest var rýrnunin á fyrstu áratugum 20. aldar en eftir það varð hún hægari. Gert er ráð fyrir áframhaldandi undanhaldi jöklanna á komandi árum.

 • 04.09.2017

  Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

  Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

  Ameríski minkurinn, framandi tegund á Íslandi

  04.09.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á tveimur fyrirlestrum um framandi og ágengar tegundir sem haldnir verða í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, þriðjudaginn 5. september kl. 15:00-16:00. Það eru erlendir samstarfsaðilar Náttúrustofu Vesturlands, þeir Jakub Skorupski og Remigiusz Panicz frá háskólanum í Szczecin í Póllandi, sem flytja erindin.