Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

Málþingið er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á dýra- og náttúrvernd, lagalegri stöðu umhverfismála og ábyrgð okkar í alþjóðlegu umhverfi. Fjallað verður um válista almennt, lagalega stöðu hér á landi og á nágrannalöndunum og um þær fuglategundir sem hafa laka stöðu, bæði fargesti og staðbundnar tegundir. Rætt verður hvers vegna sumar tegundir eiga frekar undir högg að sækja en aðrar verður og velt verður upp spurningum um þýðingu válista fyrir tegundir í hættu og hvort lök staða ætti að kalla sjálfkrafa á viðbragsáætlun eða aðgerða að hálfu hins opinbera.

Craig Hilton-Taylor yfirmaður válista hjá Alþjóðanáttúruverndarsambandinu (IUCN) verður sérstakur gestur fundarins en hann mun meðal annars ræða um hugmyndafræðina að baki válistum sem var þróuð af IUCN upp úr miðri síðustu öld. Umhverfis- og auðlindaráðherra Björt Ólafsdóttir ávarpar fundinn.

Fundurinn verður haldinn í Öskju, húsi Náttúrufræða við Háskóla Íslands, frá kl.15:00 og er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Dagskrá

15:00 Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglaverndar setur málþingið

15:05 Umhverfis- og auðlindaráðherra, Björt Ólafsdóttir, verður með ávarp.

15:15 Alþjóðlegir válistar. Craig Hilton-Taylor yfirmaður válistadeildar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN).

15:40 Íslenskir válistar. Starri Heiðmarsson sviðstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

15:50 Fuglavernd og válistar. Menja Von Schmalensee sviðstjóri á náttúrustofu Vesturlands.

16:00 Nýr fuglaválisti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

16:20 Lundinn – algengasti fugl landsins á válista! Erpur Snær Hansen sviðstjóri viðstfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands.

16:30 Rjúpan – vinsælasta veiðibráðin á válista! Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meðhöfundur Jenný Brynjarsdóttir prófessor við Case Western Reserve University.

16:40 Sjálfbærar fuglaveiðar. Elvar Árni Lund fyrrverandi formaður Skotvís

16:50 Samantekt og umræður. Arnór Þórir Sigfússon, fundarstjóri.

Léttar veitingar í dagskrárlok

Fundarstjóri er Arnór Þórir Sigfússon dýravistfræðingur hjá Verkís.

Skráning

Viðburðurinn á Facebook