Fréttir
-
29.11.2017
Hörður Kristinsson áttræður
Hörður Kristinsson áttræður
29.11.2017
Áttræður er í dag, 29. nóvember, dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur. Hörður er einn afkastamesti náttúrufræðingur landsins og liggja eftir hann rúmlega 150 ritsmíðar auk þess sem hann hefur safnað gögnum varðandi plöntur landsins í rúm 60 ár.
-
24.11.2017
Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland
Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland
24.11.2017
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. nóvember kl. 15:15–16:00. Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindið „Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: hvað vitum við í dag?“
-
14.11.2017
Surtsey 54 ára í dag
Surtsey 54 ára í dag
14.11.2017
Um áraraðir hefur Surtsey verið vettvangur sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til rannsókna, jafnt á sviðum jarðfræði sem líffræði. Stofnunin gerir út árlega leiðangra til að vakta þróun eyjarinnar, landmótun og lífríki. Surtsey reis úr sæ þann 14. nóvember 1963. Hún á því afmæli í dag, 54 ára, og er þess hér minnst.
-
13.11.2017
Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót
Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót
13.11.2017
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. nóvember kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976–2014“.