Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland

24.11.2017
Tveir grjótkrabbakarlar takast á
Mynd: Ó. Sindri Gíslason

Tveir grjótkrabbakarlar takast á.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. nóvember kl. 15:15–16:00. Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindið „Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: hvað vitum við í dag?“

Landnám og útbreiðsla grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland hefur gengið hratt fyrir sig og virðist honum vegna vel við landið. Í erindinu verður fjallað um landnám grjótkrabba frá því hann fannst fyrst hér við land og hvernig hann hefur breiðst út til dagsins í dag. 

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.