Hrafnaþing: Engjakambjurt – ný tegund í flóru Íslands

12.12.2017
Engjakambjurt (Melampyrum pratense) vex í Vaglaskógi.
Mynd: M. Wierzgon

Engjakambjurt (Melampyrum pratense) vex í Vaglaskógi.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 13. nóvember kl. 15:15–16:00. Pawel Wąsowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Melampyrum pratense – a new species in the flora of Iceland with a very long history“.

Árið 2016 fannst stór stofn Engjakambjurtar (Melampyrum pratense) sem vex út af fyrir sig í Vaglaskógi á norðausturhluta Íslands. Fundurinn er allsérkennilegur því um er að ræða tegund sem dreifir sér hægt og oftast með maurum, og er næsti þekkti stofn hennar staðsettur á Hjaltlandseyjum, um 1.000 km suðaustur af Vaglaskógi. Í fyrirlestrinum verður rætt um þessa nýju uppgötvun og sögu hennar, auk þess sem fjallað verður um niðurstöður nýlegra rannsókna sem gerðar voru til að varpa ljósi á uppruna stofnsins.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.