Rjúpnatalningar 2018

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.

Rjúpu fjölgaði víðast hvar á landinu milli áranna 2017 og 2018. Þessi fjölgun var mjög áberandi á Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Kyrrstaða eða fækkun var á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Í Þingeyjarsýslum var þéttleiki karra í vor sá þriðji hæsti frá því að talningar hófust árið 1981.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins og nánari greining á ástæðum fjölgunar munu liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á afföllum rjúpna 2017 til 2018 og varpárangri í sumar.

Fréttatilkynning