Hrafnaþing: Hrafnar í Landnámi Ingólfs

Í Landnámi Ingólfs, sem nær frá Ölfusá í austri og vestur og norður til Hvalfjarðar, eru þekkt um 220 óðul hrafna og væntanlega verpa þar um eða yfir 100 pör á ári hverju. Fylgst var með hrafnavarpi á þessu svæði 1982–1987 og síðan samfellt frá 2009. Jafnframt hafa margir hrafnar verið merktir á þessu tímabili. Í fyrirlestrinum verður greint frá þessum rannsóknum og helstu niðurstöðum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.