Hrafnaþing: Fræðslustarf í Vatnajökulsþjóðgarði

Í fyrirlestrinum verður innsýn gefin í fjölbreytt fræðslustarf Vatnajökulsþjóðgarðs undanfarin ár. Skoðað verður hvers vegna, hvernig og hvar fræðsla fer fram og hvernig hún þróast með síkvikri náttúru landsins. Litið verður yfir verkefni fræðslufulltrúa, þar sem upplýsingahönnun og landvarsla blandast saman, og rætt um metnaðarfulla fræðsluáætlun þjóðgarðsins.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!