Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

Stofnunin hefur tekið þátt í sömu könnun síðan 2007, að árinu 2013 undanskildu, og er hún áfram meðal þeirra stofnanna sem nýtur hvað mest trausts. Markmiðið með könnuninni er að kanna traust almennings til Náttúrufræðistofnunar Íslands og þróun á því, auk þess að bera niðurstöður saman við aðrar stofnanir.

Náttúrufræðistofnun Íslands nýtur mikils trausts 59% landsmanna, þar af bera um 9% fullkomið traust til stofnunarinnar, 21% mjög mikið traust og 30% frekar mikið traust. Þetta eru mjög svipaðar niðurstöður og fengust úr könnuninni árið 2019 en þá naut stofnunin einnig mikils traust 59% landsmanna. Hlutlausum fækkaði um eitt prósentustig milli ára, úr 37% í 36% en fjöldi þeirra sem bera lítið traust til stofnunarinnar jókst úr 4% í 5%

Í samanburði við aðrar stofnanir kemur Náttúrufræðistofnun ágætlega út. Hún er fyrir ofan meðaltalið og er á róli með Háskóla Íslands og Umboðsmanni Alþingis.