Uppfærð frétt: Hrafnaþingi frestað

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 11. mars kl. 15:15–16:00. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið Rimamýrar á Íslandi: útbreiðsla og einkenni. Meðhöfundur að erindinu er Sigmar Metúsalemsson sérfræðingur í fjarkönnun og kortlagningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Í fyrirlestrinum verður sagt frá rimamýrum, einkennum þeirra, útbreiðslu og verndun. Einkanlega verður fjallað um Lauffellsmýrar á Síðuafrétti og Miklumýrar á Hrunamannaafrétti.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!