Vetrarfuglatalningar 2020

Upplýsingarnar nýtast einnig til að fylgjast með langtímabreytingum á stofnum margra tegunda, til dæmis silfurmáfs.

Vetrarfuglatalningar, sem áður voru kallaðar „jólatalningar“, hófust hér á landi í desember 1952. Byggjast þær einvörðungu á sjálfboðaliðum og hafa margir þeirra tekið þátt um áratugaskeið.

Niðurstöður talninga verða settar inn á vefsíðuna Vetrarfuglatalningar jafnskjótt og þær berast og þar er einnig að finna samantekt talninga fyrri ára og talningareyðublað.

Nánari upplýsingar um vetrarfuglatalningar, einstök talningarsvæði og fleira veita Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage.