Nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands

Þorkell Lindberg Þórarinsson er forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands frá og með 1. janúar 2021.

Þorkell Lindberg Þórarinsson

Þorkell Lindberg Þórarinsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði í nóvember síðastliðinn Þorkel Lindberg Þórarinsson í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands til fimm ára. Tók skipunartími hans gildi frá og með 1. janúar sl.

Þorkell lauk MS prófi í dýravistfræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Hann hefur einnig lagt stund á diplómanám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Þorkell var forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands frá árinu 2003 til ársloka 2020. Hann hefur leitt og stýrt fjölda rannsóknaverkefna, sem og verið meðhöfundur fjölda ritrýndra vísindagreina.

Við bjóðum Þorkel velkominn til starfa.