Samantekt frjómælinga 2021

08.10.2021
Haustlitir á Brattahrygg, á skaganum milli Úthéraðs og Vopnafjarðar.
Mynd: Olga Kolbrún Vilmundardóttir

Haustlitir á Brattahrygg, á skaganum milli Héraðsflóða og Vopnafjarðar.

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2021. Á Akureyri var fjöldi frjókorna töluvert meiri en í meðalári en í Garðabæ hafa aldrei áður mælst svo fá frjókorn.

Á Akureyri var heildarfjöldi frjókorna 4.816 frjó/m3 og voru grasfrjó langalgengust (64%). Hlutfall birkifrjóa var 19%, súrufrjóa 1% og asparfrjóa <1%. Hlutfall frjókorna af ýmsum tegundum sem jafnan ber lítið á var 13,5%. Flest frjókorn voru í lofti í júlímánuði eða um 40% af frjókornum sumarsins.

Í Garðabæ var fjöldi frjókorna 1.851 frjó/m3. Af þeim voru grasfrjó 58%, birkifrjó 5%, súrufrjó 3% og asparfrjó 1%. Hlutfall frjókorna ýmissa tegunda sem jafnan ber lítið á var 25%, þar af voru furu- og grenifrjó 6,5%. Flest frjókorn mældust í júlí eða um 46% af frjókornum sumarsins.

 

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2021 

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2021