Bóluþangsfjörur

F1.32 Bóluþangsfjörur

EUNIS-flokkun: A1.21 Barnacles and fucoids on moderately exposed shores.

Lýsing

Þangfjörur þar sem bóluþang er ríkjandi með yfir 30% þekju. Oft er mikið um skúfþang en klóþang er yfirleitt ekki til staðar. Bóluþang er tiltölulega skammær en hraðvaxta tegund sem þolir brim og smá hreyfingu á fjörubeðinum, betur en klóþang. Það er fljótt að dreifa sér við heppileg skilyrði, en þar sem undirlag er stöðugt og skjólsælt er fyrir brimi, getur bóluþangið hörfað undan klóþangi (Agnar Ingólfsson 1990). Bóluþangsfjörur finnast því einkum þar sem nokkuð brim er og oft þar sem undirlagið samanstendur af lausu grjóti sem öldurótið nær að hreyfa aðeins við. Þá þolir bóluþangið ferskvatn betur en aðrar þangtegundir þó seltan sé að jafnaði há. Tegundafjölbreytni er minni í bóluþangsfjörum en í klóþangsfjörum. Þó eru margar tegundir dýra og þörunga algengar í báðum gerðum (Agnar Ingólfsson 2006).

Fjörubeður

Hnullungar, steinvölur.

Fuglar

Töluvert af fuglum í ætisleit, einkum æðarfugl, sendlingur, stelkur, tildra og rauðbrystingur.

Líkar vistgerðir

Klóþangsfjörur, þangklungur, grýttur sandleir, skúfþangsfjörur, sagþangsfjörur.

Útbreiðsla

Allt í kringum landið nema við sanda suðurstrandarinnar og á mjög brimasömum svæðum. Bóluþangsfjörur eru algengastar á Norðvestur-, Norður- og Austurlandi.

Verndargildi

Mjög hátt.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Klapparþang Fucus spiralis Doppur Littorina spp.
Bóluþang Fucus vesiculosus Baugasnotra Onoba aculeus
Skúfþang Fucus distichus Mærudoppa Skeneopsis planorbis
Fjörugrös Chondrus crispus Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Kólgugrös Devaleraea ramentacea Kræklingur Mytilus edulis
Sjóarkræða Mastocarpus stellatus Mæruskel Turtonia minuta
Söl Palmaria palmata Nákuðungur Nucella lapillus
Steinskúfur Cladophora rupestris Fjöruflær Gammarus spp.
Hrossaþari Laminaria digitata Þanglýs Idotea spp.
    Fjörulýs Jaera spp.

 

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir

Agnar Ingólfsson 1990. Íslenskar fjörur. Bjallan. Reykjavík.

Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. The Zoology of Iceland, Vol I, part 7. Levin & Munksgaard, Ejnar Munksgaard, Kaupmannahöfn; Reykjavík, 85 bls.