Eldfjallaútfellingar

Tímamörk

Langtímaverkefni

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Eldfjallaútfellingum sem myndast í eldgosum eða í kjölfar þeirra er safnað og þær greindar með röntgenbrotgreiningu og rafeindasmásjárgreiningu. Eldfjallaútfellingarnar mynda skánir á yfirborði hrauna, í hraunhellum eða við gígop. Flestar útfellinganna verða til beint úr hraunkvikugasi sem streymir út um op í kólnandi berginu, aðrar myndast úr vatnsgufu og þá einkum í hraunhellum og gígum. Útfellingarnar eru margar vatnsleysanlegar og því viðkvæmar fyrir úrkomu og veðrun og endast yfirleitt ekki lengi nema í hellum. Það er því mikilvægt að skoða gosstöðvarnar tímanlega til að ná sýnum af þeim útfellingum sem þar myndast áður en þær hverfa. Áhersla hefur verið lögð á greiningar á útfellingum úr Heklugosinu 1947–1948, Öskjugosinu 1961, Surtseyjargosinu 1963–1967, Eldfellsgosinu 1973, Heklugosinu 1991, Fimmvörðuhálsgosinu 2010 og Holuhraunsgosinu 2014–2015.

Nánari upplýsingar

Berggrunnur

Niðurstöður

Balic-Zunic, T., K. Jónasson og A. Katerinopoulou 2018. The fumarolic minerals of the Fimmvörduhals 2010 eruption [ágrip]. 33rd Nordic Geological Winter Meeting: 10–12 January 2018: Programme and Abstracts, bls. 132–133. Lyngby: Geological Society of Denmark & Technical University of Denmark.

Balić-Žunić, T., A. Garavelli, S.P. Jakobsson, K. Jónasson, A. Katerinopoulos, K. Kyriakopoulos og P. Acquafredda 2016. Fumarolic Minerals: An Overview of Active European Volcanoes. Í Nemeth, K., ritstj. Updates in Volcanology: From Volcano Modelling to Volcano Geology, bls. 267–322. Rijeka, Króatíu: InTech. DOI: 10.5772/61961.

Kristján Jónasson 2012. Jakobssonít og leonardsenít – nýjar heimssteindir. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2011, bls. 13–15. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Kristján Jónasson og Sveinn Jakobsson 2011. Eldfjallaútfellingar á Fimmvörðuhálsi. Í Birta Bjargardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2010, bls. 38–41. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sveinn Jakobsson 2009. Nýjar heimssteindir. Í Birta Bjargardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2008. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sveinn P. Jakobsson, Erik S. Leonardsen, Tonci Balic-Zunic og Sigurður S. Jónsson 2008. Encrustations from three recent volcanic eruptions in Iceland: the 1963–1967 Surtsey, the 1973 Eldfell and the 1991 Hekla eruptions (pdf, 10 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 52. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Kristján Jónasson, jarðfræðingur