Eyravist

L4.1

Eunis-flokkun

C3.6 Unvegetated or sparsely vegetated shores with soft or mobile sediments.

Eyravist
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Eyravist á Hofsafrétt norðan Illviðrahnjúka. Mikill ágangur vatns, gróðurþekja mjög lítil. Algengustu tegundir æðplantna eru skriðlíngresi, snækrækill og túnsúra. Gróðursnið HDJ3. – Unvegetated or sparsely vegetated shores with soft or mobile sediments in northern highlands.

Eyravist
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Eyravist á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu. Gróðurþekja er mjög lítil, af æðplöntum er mest af bjúgstör og túnvingli. Gróðursnið SK-50-03. – Unvegetated or sparsely vegetated shores with soft or mobile sediments in southern lowland.

Lýsing

Blautar til þurrar áreyrar með jökulám og dragám og leysingafarvegir. Yfirborð er hallalítið og fremur slétt en óstöðugt vegna framburðar og ágangs vatns. Gróðurþekja er mjög lítil og gróður mjög lágvaxinn. Gróður þéttir sig helst er fjær dregur vatni og ágangur er minni, einkum er það mosinn melagambri (Racomitrium ericoides) sem myndar þar mesta þekju.

Plöntur

Tegundir æðplantna og mosa eru fáar og fléttur finnast vart. Af æðplöntum er mest um skriðlíngresi (Agrostis stolonifera) og túnvingul (Festuca rubra subsp. richardsonii). Algengastir mosa eru melagambri (Racomitrium ericoides), pollalufsa (Drepanocladus aduncus) og dýjahnappur (Philonotis fontana).

Jarðvegur

Er allþykkur, eyrarjörð eða sandjörð, næringar­snauð, rök eða blaut, með mjög lágt kolefnisinnihald en mjög hátt sýrustig.

Fuglar

Strjált og fábreytt fuglalíf, sandlóa (Charadrius hiaticula), heiðlóa (Pluvialis apricaria), sendlingur (Calidris maritima), lóuþræll (C. alpina), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og heiðagæs (Anser barachyrhynchus). Á láglendi má einnig vænta grágæsa (A. anser), svartbaks (Larus marinus), kríu (Sterna paradisaea) og spóa (Numenius phaeopus). Vegna vatnagangs er lítið varp í þessari vistgerð en fuglar sækja þangað nokkuð í ætisleit.

Líkar vistgerðir

Hélumosavist og auravist.

Útbreiðsla

Finnst um allt land, mest er um áreyrar umhverfis Vatnajökul og aðra stærri jökla landsins og meðfram fljótum sem frá þeim renna og í dölum á Tröllaskaga.

Verndargildi

Lágt.

Eyravist

Eyravist er útbreidd en hún finnst í 40% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 800 km2, óvissa er mikil, einkum milli líkra vistgerða. – The habitat type is common in Iceland and is found within 42% of all grid squares. Its total area is estimated 800 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í eyravist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá