Ferjubakkaflói–Hólmavað

VOT-V 1

Hnit – Coordinates: N64,61472, V21,70649
Sveitarfélag – Municipality: Borgarbyggð
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 1.500 ha

Þetta svæði nær yfir flæðilönd, mýrar og engjar meðfram neðanverðri Hvítá, Norðurá og Gljúfurá í Borgarfirði. Botngróður er ríkulegur í síðastnefndu ánum og eins í Hópinu sem fellur í Gljúfurá. Mikið af andfuglum fer þar um og hefur svæðið til skamms tíma a.m.k. haft alþjóðlega þýðingu fyrir álft og blesgæs en báðar þessar tegundir leita nú á haustin í æ ríkara mæli í kornakra í nágrenninu.

Svæðið er á náttúruminjaskrá og IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á svæðinu Ferjubakkaflói–Hólmavað – Key bird species in the area Ferjubakkaflói–Hólmavað

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Álft1 Cygnus cygnus Far–Passage 851 1982 7,7 B1i
Blesgæs2 Anser albifrons flavirostris Far–Passage 500 2013 2,3 B1i
1Arnþór Garðarsson og Kristinn H. Skarphéðinsson 1984. A census of the Icelandic Whooper Swan population. Wildfowl 35: 37–47.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.

English summary

Ferjubakkaflói–Hólmavað floodplains, W-Iceland, are an internationally important staging site for Cygnus cygnus (851 bird) and Anser albifrons flavirostris (500 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer