Jöklar á Tröllaskaga

Tímamörk

Langtímarannsóknar- og vöktunarverkefni.

Samstarfsaðilar

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Jarðfræðideild Háskólans í Tromsö og Landfræðideild Háskólans í Madríd.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Að byggja upp gagnagrunn um jökla á Tröllaskaga með rannsóknum, vöktun og kortlagningu á jöklunum og umhverfi þeirra. Náttúrufræðistofnun hóf mælingar og vöktun á afkomu fjögurra jökla á Tröllaskaga árið 2008. Í maí hvert ár er ákoma jöklanna (uppsafnaður vetrarsnjór) mæld og sumarleysing mæld í september. Þá er rýrnun og/eða vöxtur jöklanna metinn og allar breytingar á útbreiðslu, hreyfingu eða lögun jöklanna kortlögð. Út frá þessu er afkoma hvers árs fyrir hvern jökul metin sem ætlað er að gefa vísbendingar um ástand jökla almennt á Tröllaskaga frá ári til árs.

Auk þessa er unnið að kortlagningu landmótunarumhverfis allra jökla Tröllaskaga. Markmiðið er að kortleggja allar nýlegar og eldri stöður jöklanna, greina helstu drætti í þróun þeirra og breytingar síðustu 10.000 ár.

Góð þekking á nútímabreytingum og umhverfissögu jökla á Tröllaskaga er talin geta stutt við rannsóknir á jöklabreytingum síðasta jökulskeiðs á Íslandi. Þessi tvö verkefni Náttúrfræðistofnunar koma til með að styðja hvort annað og á endanum mynda yfirgripsmikla og góða þekkingu á jökla- og umhverfisbreytingum Tröllaskaga og á landinu í heild.

Nánari upplýsingar

Jöklar

Jöklar á Tröllaskaga og umhverfi þeirra

Niðurstöður

Palacios , D., M. Rodríguez-Mena, J.M. Fernández-Fernández, I. Scimmelpfennig, L.M. Tanarro, J.J. Zamorano, N. Andrés, J. Úbeda, Þ. Sæmundsson, S. Brynjólfsson, M. Oliva, A.S.T.E.R. Team 2021. Reversible periglacial transition in response to climate changes and paraglacial dynamics: A case study from Héðinsdalsjökull (northern Iceland). Geomorphology 388: 107787. DOI: 10.1016/j.geomorph.2021.107787

Tanarro, L.M., D. Palacios, J.M. Fernández-Fernández, N. Andrés, M. Oliva, M. Rodríguez-Mena, I. Scimmelpfennig, S. Brynjólfsson, Þ. Sæmundsson, J.J. Zamorano, J. Úbeda, A.S.T.E.R. Team 2021. Origins of the divergent evolution of mountain glaciers during deglaciation: Hofsdalur cirques, Northern Iceland. Quaternary Science Reviews 273: 107248. DOI: 10.1016/j.quascirev.2021.107248

Skafti Brynjólfsson 2021. Afkoma jökla á Tröllaskaga jökulárið 2019–2020 (pdf, 1,4 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-21003. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Fernández-Fernández, J.M., D. Palacios, N. Andrés, I. Scimmelpfennig, L.M. Tanarro, S. Brynjólfsson, F.J. López-Acevedo, Þ. Sæmundsson og A.S.T.E.R. Team 2020. Constraints on the timing of the debris-covered and rock glaciers: An exploratory case study in the Hólar area, northern Iceland. Geomorphology 361: 1–22. DOI: 10.1016/j.geomorph.2020.107196

Skafti Brynjólfsson 2020. Afkoma jökla á Tröllaskaga jökulárið 2018–2019 (pdf, 6,6 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-20005. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Tussetschlager, H., S. Brynjólfsson, S. Brynjólfsson, T. Nagler, R. Sailer og J. Wuite 2020. Perennial snow patch detection based on remote sensing data on Tröllaskagi Peninsula, northern Iceland. Jökull 60: 103–128. DOI:10.33799/jokull2019.69.103

Fernandés-Fernandés, J.M., D. Palacios, N. Andrés, I. Schimmelpfennig, S. Brynjólfsson, L.G. Sancho, J.J. Zamorano, S. Heiðmarsson, Þ. Sæmundsson og ASTER Team 2019. A multi-proxy approach to Late Holocene fluctuations of Tungnahryggsjökull glaciers in the Tröllaskagi peninsula (northern Iceland). Science of the Total Environment 664: 499–517. DOI: 10.1016/j.scitotenv.2019.01.364Skafti Brynjólfsson 2018. Afkoma jökla á Tröllaskaga 2016–2017 (pdf, 2,5 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-18008. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands. utgafa.ni.is/skyrslur/2018/NI-18008.pdf [skoðað 9.6.2021]

Skafti Brynjólfsson 2019. Afkoma jökla á Tröllaskaga 2017–2018 (pdf, 3,6 MB). Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-19004. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Tanarro, L.M., D. Palacios, N. Andrés, J.M. Fernández-Fernández, J.J. Zamorano, Þ. Sæmundsson, S. Brynjólfsson 2019. Unchanged surface morphology in debris- covered glaciers and rock glaciers in Tröllaskagi peninsula (northern Icealnd). Science of the Total Environment 646: 218–235. DOI: 10.1016/j.scitotenv.2018.07.460

Skafti Brynjólfsson, Nuria Palacios, David Palacios og Þorsteinn Sæmundsson 2018. Preliminary results based on 24 new 36Cl exposure dagings reveals asynchronous deglacial history of Tröllaskagi, central north Iceland. Erindi flutt á The Nordic Geological Meeting, janúar 2018, Kaupmannahöfn, Danmörku.

José M. Fernández-Fernández, Nuria Andrés, Skafti Brynjólfsson, Þorsteinn Sæmundsson og David Palacios 2017. High sensitivity of North Iceland (Tröllaskagi) debris-free glaciers to climatic change from the “Little Ice Age” to the present. The Holocene, 27(8): 1187–1200.

Skafti Brynjólfsson, Anders Schomacker og Ólafur Ingólfsson 2012. Surge fingerprinting of cirque glaciers at the Tröllaskagi peninsula, North Iceland. Jökull 62: 153–168.

Tengiliður

Skafti Brynjólfsson, jarðfræðingur.