Melhólar*

Melhólar*

Leymus-dunes

EUNIS-flokkun

H5.3 Sparsely- or unvegetated habitats on mineral substrates.

Lýsing

Hallalítil og þurrlend sandsvæði með 1–3 m háum síbreytilegum melgresishólum. Milli hólanna er melur eða sandur. Yfirborð er mjög óstöðugt því sandurinn blæs frá einum stað og safnast fyrir á öðrum. Gróður yfirleitt fremur gisinn og mótaður af sandrenningi og sífelldri ánauð. Háplöntutegundir eru fremur fáar og fléttu- og mosaflóra mjög fábreytt.

Jarðvegur

Sandjörð og melajörð. Kolefnisinnihald jarðvegs er fremur lágt en sýrustig hátt.

Plöntur

Ríkjandi háplöntutegundir eru melgresi, lambagras, túnvingull, geldingahnappur og klóelfting.

Fuglar

Þéttleiki mófugla er í meðallagi (14,8 pör/km²) en sjö mófuglategunda varð vart. Þúfutittlingur (7,3 pör/km²) og heiðlóa (3,9 pör/km²) voru algengastar. Heiðagæs verpur einnig sums staðar í melhólum.

Smádýr

Ókannað.

Líkar vistgerðir

Grasmelavist og eyðimelavist.

Útbreiðsla á rannsóknasvæðum

Heildarþekja melhóla er lítil (15 km²) en þeir finnast aðeins á þremur af rannsóknasvæðunum. Stærstu svæðin eru í Möðrudal–Arnardal (7,5 km²) og við Skjálfandafljót (5,8 km²). Melhólar finnast í litlum mæli á afréttum Skaftártungu og Síðumanna. 

Verndargildi

Lágt. 

*Vísivistgerð