Moldir*

Moldir*

Exposed andic soils

EUNIS-flokkun

H5.4 Dry organic substrates with very sparse or no vegetation not resulting from recent ice activity.

Lýsing

Gróðurlítil þurr til deig rofsvæði, yfirleitt á mörkum lands sem blásið hefur upp og þess sem er óblásið. Yfirborð er oftast hallandi og mjög óstöðugt vegna rofs og frostlyftingar. Jarðvegur er yfirleitt öskuríkur nema þar sem yfirborð hefur rofnað niður í undirliggjandi lífrænan og rakan jarðveg (t.d. Ólafur Arnalds 1990, Sigurður H. Magnússon 1994). Háplöntutegundir eru fáar og fléttu- og mosaflóra fábreytt (t.d. Sigurður H. Magnússon 1994).

Jarðvegur

Áfoksjörð eða lífræn jörð.

Plöntur

Einkennandi háplöntutegundir eru klóelfting, skriðlíngresi, túnvingull, blávingull, naflagras og sums staðar skurfa (Sigurður H. Magnússon 1994).

Fuglar

Aðeins 1 km sniða var flokkaður til molda og sáust þar 11 fuglar, allt mófuglar, nema ein heiðagæs. Algengustu tegundir mófugla voru heiðlóa og spói.

Smádýr

Ókannað.

Líkar vistgerðir

Grasmelavist og eyravist.

Útbreiðsla á rannsóknasvæðum

Heildarflatarmál molda er lítið (8,9 km²). Þær eru dreifðar en finnast á öllum rannsóknasvæðunum nema á svæðinu Markarfljót–Emstrur. Langmest er af moldum á afréttum Skaftártungu og Síðumanna (6,4 km²) en þar finnast þær einkum í hálendisbrúninni þar sem land hefur blásið upp.

Verndargildi

Lágt.

*Vísivistgerð