Nýir landnemar smádýra

Tímamörk

Langtímaverkefni.

Samstarfsaðilar

Engir formlegir samstarfsaðilar en góð tengsl við áhugasaman almenning eru mikilvæg.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Smádýr berast til landsins með vindum og af mannavöldum. Smádýr hafa fylgt manninum til landsins frá landnámi, á seinni árum í auknum mæli með auknum innflutningi varnings. Með hlýnandi loftslagi skapast hægt og bítandi aðstæður fyrir slæðinga til að setjast hér að. Ýmsar nýjar tegundir hafa skotið upp kolli á seinni árum. Algengast er að slæðingar setjist að í umhverfi okkar manna, innan borgar og bæja, í görðum og húsakynnum. Sumar tegundanna hafa þegar náð fótfestu í villtri náttúru.

Á Náttúrufræðistofnun Íslands fylgjast vökul augu náið með þessari atburðarás, eintökum og upplýsingum er safnað og haldið til haga og fylgst með hvernið nýbúum vegnar eftir því sem stundir líða fram. Þáttur almennings er mikilvægur. Þegar nýjum smádýrum tekur að fjölga vekja þau á sér aukna athygli sem leiðir gjarnan til þessa að fyrirspurnir og eintök eru send til Náttúrufræðistofnunar. Nýliðar eru af ýmsu tagi, skordýr (humlur, geitungar, fiðrildi, bjöllur og margt fleira), áttfætlur (skemmukönguló og fleiri tegundir innanhúss) og sniglar (spánarsnigill, pardussnigill).

Nánari upplýsingar

Pöddur

Niðurstöður

Nýir landnemar á staðreyndasíðum.

Erling Ólafsson 2017. Smádýragreiningar og fyrirspurnir. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2016, bls. 29–31. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands. 

Tengiliður

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur.