Sandmýravist

L8.3

Eunis-flokkun

D4.261 Cottonsedge marsh-fens.

Sandmýravist
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Sandmýravist við Kríuvötn á Síðumannaafrétti. Klófífa ríkjandi af æðplöntum, rauðstör og hálmgresi einnig algengar. Gróðursnið L19-2. – Cottonsedge marsh-fen in southern highlands.

Sandmýravist
Mynd: Borgþór Magnússon

Sandmýravist á Faxafit við Tungnaá. Allvel gróið, mjög mosaríkt, flatt votlendi. Mosinn melagambri er ríkjandi en þekjumestu æðplöntutegundir eru klófífa og fjallavíðir. Gróðursnið G19-1. – Cottonsedge marsh-fen in southern highlands.

Lýsing

Flatt, allvel gróið, sendið, rýrt votlendi og deiglendi meðfram ám og í lægðum þar sem vatn flæðir yfir í leysingum og sandur, vikur og fínni áfoksefni ­berast að og safnast fyrir í jarðvegi. Yfirborð er yfirleitt slétt og tjarnir setja sums staðar svip á vistgerðina. Gróður er í meðallagi hávaxinn, æðplöntur fremur strjálar, en víða talsvert mosaríkur.

Plöntur

Vistgerðin er fremur fátæk af æðplöntutegundum, fremur rík af mosum en fléttutegundir mjög fáar. Ríkjandi æðplöntur eru hálmgresi (Calamagrostis stricta), klófífa (Eriophorum angustifolium) og fjallavíðir (Salix arctica) sem gefa vistgerðinni svip. Algengastir mosa eru móasigð (Sanionia uncinata), dýjahnappur (Philonotis fontana), fjallhaddur (Polytrichastrum alpinum), melagambri (Racomitrium ericoides), lindakló (Sarmentypnum exannulatum), roðakló (S. sarmentosum) og seilmosi (Straminergon stramineum) en af fléttum finnst helst engja­skóf (Peltigera canina) og flagbreyskja (Stereocaulon glareosum).

Jarðvegur

Er allþykkur, lífræn jörð og sandjörð algengastar, áfoksjörð finnst einnig. Kolefnisinnihald er mjög lágt af mýravist að vera en sýrustig er hærra en í öðrum votlendisvistgerðum.

Fuglar

Fremur fábreytt fuglalíf, algengustu varpfuglar eru lóuþræll (Calidris alpina), heiðlóa (Pluvialis apri­caria), þúfutittlingur (Anthus pratensis) og snjótittlingur (Plectrophenax nivalis). Beitiland heiðagæsar (Anser barachyrhynchus).

Líkar vistgerðir

Rústamýravist og hengistararflóavist.

Útbreiðsla

Lítil og dreifð hálendisvistgerð sem er algengust á gosbeltinu, umhverfis Hofsjökul og norðan Mýrdalsjökuls.

Verndargildi

Miðlungs. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Sandmýravist

Sandmýravist er fágæt en hún finnst í 4% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 40 km2, óvissa nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is rare in Iceland and is found within 4% of all grid squares. Its total area is estimated 40 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í sandmýravist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá