Skriðuföll á Íslandi

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1987.

Samstarfsaðilar

Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Ofanflóðasjóður.

Styrkir

Ofanflóðasjóður greiðir fyrir verkefnið

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Í 3.gr. laga nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum er kveðið á um að Náttúrufræðistofnun Íslands skuli afla gagna um skriðuföll og hættu af þeirra völdum í samstarfi við Veðurstofu Íslands.

Unnið er að kortlagningu skriðufalla með rannsóknum og vöktun á útbreiðslu og eiginleikum mismunandi skriðufalla á Íslandi, það er grjóthruni, aurskriðum, jarðvegsskriðum og berghlaupi.

Nánari upplýsingar

Skriðuföll

Niðurstöður

Kristján Ágústsson og Halldór G. Pétursson 2013. Grjóthrun við jarðskjálfta. Í Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason, ritstj. Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar,bls. 639-645. Reykjavík: Viðlagatrygging Íslands/Háskólaútgáfan.

Skafti Brynjólfsson, Brynjólfur Sveinsson og Sveinn Brynjólfsson 2012. Snjóflóðadyngjur í Skíðadal og ýmis önnur jarðfræðileg ummerki snjóflóða á Tröllaskaga. Náttúrufræðingurinn: 82 (1-2): 27-34.

Eiríkur Gíslason, Tómas Jóhannesson og Halldór G. Pétursson 2010: Ofanflóðahættumat fyrir Akureyrarbæ: greinargerð með hættumatskorti (pdf). Veðurstofa Íslands VÍ 2010-006. Unnið fyrir Hættumatsnefnd Akureyrarbæjar. Reykjavík: Veðurstofa Íslands.

Tómas Jóhannesson, Árni Hjartarson og Halldór G. Pétursson 2010. Ofanflóðahættumat fyrir Kerhóla á Kjalarnesi (pdf). Veðurstofa Íslands, VÍ 2010-004. Unnið fyrir Hættumatsnefnd Reykjavíkur. Reykjavík: Veðurstofa Íslands.

Brynjólfur Sveinsson, Halldór G. Pétursson og Sveinn Brynjólfsson 2008: Ofanflóð á fyrirhugaðri leið 220 kV raflínu milli Blöndustöðvar og Akureyrar (pdf). Veðurstofa Íslands, Greinargerð 08016. VÍ-VS-10/Landsnet-08048, 87 bls.

Halldór G. Pétursson og Höskuldur Búi Jónsson 2006. Skriðuföll og skriðuhætta í Svarfaðardal (pdf, 10MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-06006. Unnið fyrir Ofanflóðasjóð. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Halldór G. Pétursson 2006. Hrun og skriðuhætta úr bökkum og brekkum á nokkrum þéttbýlisstöðum (pdf, 1,1MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-06016. Unnið fyrir Ofanfljóðasjóð. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Halldór G. Pétursson og Jón Skúlason 2005. Hrun og skriðuhætta úr Akureyrarbrekkum og Húsavíkurbökkum (pdf, 32MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-05009. Unnið fyrir Ofanflóðasjóð. Akureyri: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliðir

Halldór G. Pétursson og Skafti Brynjólfsson, jarðfræðingar