Vöktun hrafna

Tímamörk

Langtímaverkefni. Verkefnið hófst í árið 1981 og hefur staðið óslitið síðan en misjafnt er hvaða verkþáttum hefur verið sinnt á hverjum tíma.

Samstarfsaðilar

Fuglaáhugamenn.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er vakta ábúð á hrafnsóðulum á völdum svæðum, skrá varpútbreiðslu hrafna og fylgjast með stofnbreytingum. Hrafnsóðul hafa verið heimsótt reglulega og kannað hvort þau séu í ábúð og eins hefur varpárangur verð metinn, aðallega í Þingeyjarsýslu frá 1981, á Austurlandi 1981-1987og á Suðvesturlandi 1981–1987 og frá 2009. Samhliða voru um 600 hrafnsungar merktir og ferðir þeirra kortlagðar og dánartíðni metin.

Leitað var skipulega að hrafnshreiðrum á þessum svæðum og á landinu öllu, samhliða fálkatalningu (1985–1991) og eins hefur verið aflað heimilda um hrafnavarp allt til þessa. Alls eru þekkt um 2.200 hrafnsóðul og er talið að þau séu um 2.600 á landinu öllu.

Nánari upplýsingar

Hrafnar verpa á sömu stöðum ár eftir ár og er því hægt að nota ábúð á óðulum sem vístölu fyrir breytingar á varpstofni. Hröfnum (varpfuglum) hefur fækkað víðast hvar frá 1981, nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem hrafnavarp hefur aukist eftir að hrafnar tóku að nýta sér stórvaxin grenitré til varps í byrjun þessarar aldar.

Á hverju ári eru heimsótt um 100 hrafnsóðul í Þingeyjarsýslu samhliða fálkarannsóknum, um 130 á Suðvesturlandi og allt að 60 á Vesturlandi.

Samantekt niðurstaðna

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2019. Hrafnar í Landnámi Ingólfs: breytingar á búsetu og stofnstærð 1982–2017. Erindi flutt á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands, 20. febrúar 2019.

Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Nielsen, Skarphéðinn Þórisson og Ib Krag Petersen 1992. Varp­útbreiðsla og fjöldi hrafna á Íslandi. Bliki 11: 1–26.

Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Nielsen, Skarphéðinn Þórisson, Sverrir Thorstensen og Stanley A. Temple 1990. Breeding biology, movements, and persecution of Ravens in Iceland. Acta Naturalia Islandica 33: 1–45.

María Harðardóttir og Ólafur K. Nielsen 1999. Hröfnum fækkar í Þingeyjarsýslum. Náttúrufræðingurinn 68: 147–154.

Tengiliður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur.