Vöktun skógarmítla

Tímamörk

Langtímaverkefni sem hófst 2015.

Samstarfsaðilar

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Public Health í Salisbury í Englandi  og Fuglarannsóknastöð Suðausturlands í Hornafirði.

Styrkir

European Food Safety Authority (EFSA) og European Centre for Disease Preventation and Control (ECDC).

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í rannsóknarverkefni sem nefnist VectorNet, sem hefur það að markmiði að rannsaka útbreiðslu sýklabera í Evrópu. Verkefnið hér á landi felst í að safna skógarmítlum árlega, á skilgreindum svæðum og á staðlaðan hátt. Þeim er safnað af farfuglum á vorin í samvinnu við Fuglarannsóknastöð Suðausturlands í Hornafirði og er einnig safnað af spendýrum. Umsjón með skráningu á útbreiðslu mítla fer fram á stofnuninni. Leitað er að sjúkdómsvöldum í mítlum í samstarfi við við Public Health í Salisbury í Englandi og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Nánari upplýsingar

Skógarmítill

Matthías Alfreðsson 2019. Rannsóknir á skógarmítlum. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2018, bls. 10–12. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Matthías Alfreðsson 2017. Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað. Erindi flutt á Hrafnaþingi 22. mars 2017.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2016. Skógarmítill á Íslandi. Frétt frá 10. júní 2016.

Niðurstöður

 

Tengiliður

Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur.