Vöktun súlu

Tímamörk

Langtímaverkefni Arnþórs Garðarssonar† prófessors við Háskóla Íslands frá 1977 til 2014 en á Náttúrufræðistofnun Íslands frá 2019.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Varpstofn súlu á Íslandi er metinn á um það bil fimm ára fresti með talningu á hreiðrum af loftmyndum í öllum þekktum byggðum. Markmiðið með er fyrst og fremst að fylgjast með stofnbreytingum og gera mönnum kleift að halda því áfram í framtíðinni. Einnig má vonast til að talningarnar auðveldi túlkun á orsökum stofnbreytinga og tengslum þeirra við söguna og umhverfið. Næsta talning er ráðgerð sumarið 2024.

Nánari upplýsingar

Súla

Arnþór Garðarsson 2019. Íslenskar súlubyggðir 2013–2014. Bliki 33: 69–71. 

Niðurstöður

Ár Fjöldi hreiðra
1984–1985 25.094
1989 23.767
1994 25.437
1999 28.535
2006–2008 31.529
2013–2014 37.216
2019 40.831

Tengiliður

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur.