Ferskvatnsvistgerðir

Á Íslandi má finna fjöldann allan af stöðuvötnum og þúsundir kílómetra af straumvatni sem rennur vítt og breitt um landið. Við skilgreiningu vistgerða í ferskvatni er einkum tekið mið af gróðurþekju og tegundasamsetningu vatnagróðurs auk þess sem horft er til ýmissa umhverfisþátta. Flokkunin byggist meðal annars á Eunis-flokkunarkerfinu.

Flokkun vistgerða í stöðuvötnum byggist einkum á tegundasamsetningu og útbreiðslu vatnagróðurs, ásamt næringarefnaástandi vatnanna. Vötnin eru flokkuð eftir því hversu auðug þau eru af fosfór (P), nitri (N) og blaðgrænu. Fleiri þættir hafa áhrif, til dæmis dýpi, hæð yfir sjávarmáli, gróðurþekja á vatnasviðinu, botngerð, tengsl við jökla og selta. Niðurstöður benda til að í íslenskum stöðuvötnum megi greina að minnsta kosti sjö mismunandi vistgerðir. Fimm vistgerðanna voru afurð viðamikillar rannsóknar á rúmlega 70 stöðuvötnum víðsvegar um landið en tvær voru ákvarðaðar út frá fyrri rannsóknum og loftmyndum.

Vistgerðir í straumvatni eru meðal annars flokkaðar á grundvelli rennslishátta og straumgerðar en þetta tvennt getur haft áhrif á vatnagróður sem finnst í vatninu. Hefðbundin íslensk flokkun straumvatns í lindár, dragár og jökulár lýsir að miklu leiti rennslisháttum. Við skilgreiningu vistgerða í straumvatni var því notast við fyrri rannsóknir og flokkun, ásamt áherslum Eunis. Við rannsóknirnar var sérstök áhersla lögð á að finna gróðurríkt straumvatn. Niðurstöður benda til að í straumvatni á Íslandi séu að minnsta kosti fimm vistgerðir.

Baugavötn á Mýrum
Mynd: Náttúrustofa Kópavogs
Baugavötn á Mýrum eru hluti af ferskvatnsvistgerð

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |