Landvistgerðir

Vistgerðir á landi eiga við allt það land sem er á þurrlendi og eru vistgerðir á jarðhitasvæðum skoðaðar sérstaklega. Við skilgreiningu vistgerða á landi eru mældir ýmsir þættir, eins og heildargróðurþekja, þekja háplantna, mosa og fléttna og þekja einstakra háplöntutegunda, hæð gróðurs, jarðvegsþykkt, kolefnismagn og sýrustig. Alls hafa verið skilgreindar 56 landvistgerðir en þeim á eftir að fjölga þegar skógar og vistgerðir á ræktuðu landi hafa verið greindar til hlýtar.

Vistgerðir á hálendi hafa verið skilgreindar í fimm vistlendum og birtar á vistgerðakortum. Þeim hefur jafnframt verið lýst á staðreyndasíðum þar sem meðal annars koma fram einkenni vistgerðarinnar, svo sem gróðurþekja og tegundaauðgi, fuglalíf, smárdýralíf, útbreiðsla einstakra vistgerða og verndargildi. Einnig eru birtar myndir sem gefa hugmynd um ásýnd viðkomandi vistgerðar.

Vinna við skilgreiningu vistgerða á láglendi stendur yfir og unnið er að vistgerðakorti fyrir allt landið á rafrænu formi.

 

Víðimelavist
Mynd: Sigurður H. Magnússon
Víðimelavist

Kortlagðar vistgerðir.

Flokkaðar hafa verið vistgerðir á miðhálendi Íslands. Þar hafa nú verið skilgreindar alls 24 vistgerðir sem tilheyra fimm vistlendum. Á staðreyndasíðum er hverri vistgerð lýst í stuttu máli. Þar koma m.a. fram einkenni vistgerðarinnar, svo sem gróðurþekja og tegundaauðgi, fuglalíf, smádýralíf, útbreiðsla einstakra vistgerða og verndargildi þeirra. Þar eru einnig birtar myndir sem gefa hugmynd um ásýnd viðkomandi vistgerðar.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |