Dagur íslenskrar náttúru

Haldið er upp á Dag íslenskrar náttúru þann 16. september og hefur það verið gert árlega frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka íslenskri náttúru sérstakan heiðursdag til að undirstrika mikilvægi hennar. Dagurinn sem varð fyrir valinu er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar, en sem frétta- og þáttagerðarmaður hefur hann verið óþreytandi við að opna augu almennings fyrir þeim auðæfum sem felast í náttúru landsins og mikilvægi þess að vernda hana og varðveita.

Í tilefni af deginum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um land. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haldið upp á daginn, meðal annars með því að bjóða upp á náttúrugripagreiningar og gönguferðir um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ.

Vefsvæði Dags íslenskrar náttúru.