Myndskeið

Dagskrárgerðarfólk á RÚV vann sex innslög um vistgerðir fyrir þáttinn Landann í samvinnu við sérfræðinga á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúran flokkuð í vistgerðir - Umfjöllun um hvað vistgerðir eru og hvers vegna landið er flokkað í vistgerðir (sýnt í Landanum 14.10.2018).

Mýri er ekki bara mýri - Mismunandi flokkun votlendis útskýrð og fjallað sérstaklega um dýjavist og rimamýravist (sýnt í Landanum 21.10.2018).

Margt býr í fjörunni - Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum 28.10.2018).

Melar og móar - Fjallað er um vistgerðirnar lyngmóavist, sem tilheyrir mólendi, og grasmelavist, sem tilheyrir mela- og sandlendi (sýnt í Landanum 4.11.2018).

Það er ekkert gaman að vera birki í dag - Kjarrskógavist og blómskógavist falla undir skóglendi (sýnt í Landanum 11.11.2018).

Mosinn í hrauninu - Vistgerðin mosahraunavist er í brennidepli en hún tilheyrir hraunlendi. Einnig er fjallað um moslendi og hverasvæði (sýnt í Landanum 18.11.2018).

Mosahraunavist á Snæfellsnesi
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Mosahraunavist á Snæfellsnesi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |