Vistgerðakort

Náttúrufræðistofnun Íslands annast rannsóknir á íslenskum vistgerðum. Markmið þeirra er að kanna hvaða vistgerðir eru hér á landi, lýsa þeim og skilgreina og þróa aðferðir til að meta verndargildi þeirra. Með flokkun lands í vistgerðir fæst meðal annars yfirlit yfir sérstæðar og sjaldgæfar vistgerðir, einkenni þeirra og útbreiðslu.

Vistgerðir á miðhálendi Íslands hafa verið skilgreindar og útbreiðsla þeirra er birt á vistgerðakortum. Kortin voru unnin á grunni endurskoðaðra gróðurkorta þar sem gróðurfélögum og landgerðum er varpað yfir í mismunandi vistgerðir.

Unnið er að því að skilgreina vistgerðir á láglendi. Kortlagning þeirra byggist á gervitunglamyndum frá RapidEye, SPOT og LANDSAT. Samhliða eru notuð ýmis önnur gögn, svo sem loftmyndir, gróðurkort, hæðarlíkön og aðrar tiltækar landupplýsingar um vatnafar, úrkomu, útbreiðslu hrauna, skóga, ræktaðs lands og fleira. Miðað er við að frumgerð vistgerðakorts af landinu öllu verði lokið 2016.

Vistgerðakort af miðhálendi Íslands

Vistgerðasvæði á hálendi, rannsóknað til 2010
Mynd: NÍ Anette Theresia Meier

Á Íslandskortinu eru merkt þau rannsóknasvæði sem eru til sem vistgerðakort og hér fyrir neðan eru tenglar á pdf útgáfur af kortunum.

Kjölur – Guðlaugstungur (PDF 9 MB) 74 x 100,6 cm

Markarfljót – Emstrur (PDF 6 MB) 60 x 44 cm

Hofsafrétt (PDF 5 MB) 62,8 x 43 cm

Þjórsárver (PDF 7 MB) 85,8 x 77,3 cm

Afréttur Skaftártungu og Síðumanna – Norðurhluti (PDF 16 MB) 99 x 81 cm

Afréttur Skaftártungu og Síðumanna – Suðurhluti (PDF 10 MB) 75 x 77 cm

Skjálfandafljót – Norðurhluti (PDF 5 MB) 74 x 75 cm

Skjálfandafljót – Suðurhluti (PDF 5 MB) 74 x 75 cm

Möðrudalur – Arnardalur (PDF 4 MB) 51 x 75 cm

Vesturöræfi – Brúardalir (PDF 9 MB) 51 x 75 cm

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |