Vistgerðakort

Náttúrufræðistofnun Íslands skilgreinir og flokkar íslenskar vistgerðir, sem eru flokkaðar samkvæmt alþjóðlegum aðferðum, og leggja þannig grunn að skynsamlegri landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. 

Vistgerðakort sýnir útbreiðslu 105 mismunandi vistgerða á landi, í ferskvatni og fjöru. Kortlagning vistgerða byggir að mestu leyti á fjarkönnun þar sem notaðar eru gervitunglamyndir frá RapidEye, SPOT og LANDSAT, ásamt loftmyndum. Vettvangsvinna var einnig yfirgripsmikil og var unnin af Náttúrufræðistofnun og samstarfsaðilum á árunum 1999–2016. Við kortlagningu eru þar að auki notuð tiltæk landupplýsingagögn svo sem gróðurkort, hæðarlíkön, vatnafar, úrkoma, útbreiðsla hrauna, skóga og ræktaðs lands. Nákvæmni kortsins miðast við mælikvarða 1:25.000.

Ítarlegri umfjöllun um skilgreiningu og flokkun vistgerða er í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 54, Vistgerðir á Íslandi og á vef stofnunarinnar.

Kortasjá

Kortaskýringar (pdf)

Leiðbeiningar um notkun kortasjár (pdf)

 

Lýsigögn

Niðurhal

Vistgerðakort af Íslandi

Vistgerðakort af Íslandi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |