Plöntur

Válisti plantna var gefinn út árið 1996. Í honum eru birtir listar yfir blómplöntur og byrkninga, fléttur, mosa og þörunga, alls 235 tegundir. Einnig er birt skrá yfir friðlýstar plöntutegundir á Íslandi.

Árið 2008 var válistaflokkun æðplantna endurskoðuð. Þá voru 79 tegundir metnar samkvæmt skilyrðum IUCN frá árinu 2000, en þau eru talsvert ólík þeim sem giltu þegar fyrsta útgáfa válistans kom út árið 1996. Samkvæmt flokkuninni eru 45 tegundir æðplantna sem lenda á válista og samkvæmt náttúruverndaráætlun 2009–2013 er lagt til að þær verði friðlýstar.

Endurskoðaður válisti æðplantna

Válisti 1: plöntur (pdf, 14,9 MB)

Nánari umfjöllun um válista og friðun.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |