Urðarskriðuvist
Urðarskriðuvist
L3.1
Eunis-flokkun
Nýr flokkur, tillaga. H2.13 Icelandic talus slopes.
Urðarskriðuvist

Urðarskriðuvist undir Arnarhyrnu á Snæfellsnesi. Mjög stórgrýtt skriða, að stórum hluta vaxin hraungambra. Gróðursnið SN-31-02 í sömu skriðu en nokkru austar. – Talus slope in western Iceland.

Urðarskriðuvist í Hvammsskriðu í Vatnsdal. Mjög stórgrýtt skriða eða urð. Á grjótinu vaxa fléttur, einkum geitanafli, en mosinn hraungambri myndar teppi á stórgrýtinu á blettum. Engar æðplöntur fundust á sniðinu. Gróðursnið NV- SK-01. – Talus slope in northwestern Iceland.
Lýsing
Brattar, yfirleitt stöðugar, mjög stórgrýttar og grófar basalt- og líparítskriður og urðir. Gróður er nokkur, mosar að uppistöðu, einnig svolítið um fléttur en mjög lítið er um æðplöntur. Gróður er því mjög lágvaxinn. Mosinn hraungambri setur svip á flestar skriður í þessum flokki og myndar víða samfelldar breiður ofan á stórgrýtinu.
Plöntur
Vistgerðin er fátækust allra vistgerða af æðplöntum en af þeim finnast helst blávingull (Festuca vivipara) og ólafssúra (Oxyria digyna). Mosaflóra er fremur fábreytt en fjöldi fléttutegunda í meðallagi. Algengastir mosa eru hraungambri (Racomitrium lanuginosum) og holtasóti (Andreaea rupestris) en algengustu fléttur eru hraunbreyskja (Stereocaulon vesuvianum) og landfræðiflikra (Rhizocarpon geographicum).
Jarðvegur
Eiginlegur jarðvegur er nánast enginn en mikið holrými er á milli steina. Klapparjörð er ráðandi jarðvegsgerð. Kolefnisinnihald jarðvegs mælt undir mosa er frekar hátt en sýrustig mjög lágt. Raki ræðst nánast eingöngu af úrkomu og bindingu í mosa þar sem skriðurnar halda nánast engu vatni.
Fuglar
Strjált fuglalíf, en varpland steindepils (Oenanthe oenanthe) og snjótittlings (Plectrophenax nivalis). Hrafn (Corvus corax), smyrill (Falco colunbarius) og fálki (Falco rusticolus) í klettum.
Líkar vistgerðir
Ljónslappaskriðuvist og grasvíðiskriðuvist.
Útbreiðsla
Finnst í bröttu fjalllendi í öllum landshlutum.
Verndargildi
Miðlungs. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Urðarskriðuvist er ekki aðgreind frá öðrum skriðuvistum á korti, en í heild eru þær mjög útbreiddar og finnast í 62% landsreita. Flatarmál þeirra reiknast um 6.300 km2, óvissa er fremur lítil. – The three scree habitat types are not separated on the map. They are as a whole very common in Iceland and found within 62% of all grid squares. Their total area is estimated 6,300 km2.

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).
Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.
Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.