Grashólavist

L7.4

Eunis-flokkun

B1.41 Northern fixed grey dunes.

Grashólavist
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Grashólavist vestan við Hoftún á sunnanverðu Snæfellsnesi. Blóðberg og melgresi eru ríkjandi æðplöntur en túnfífill, túnvingull og kattartunga finnast einnig í nokkrum mæli. Gróðursnið SN-59-04. – Northern fixed grey dunes in western Iceland.

Grashólavist
Mynd: Starri Heiðmarsson

Grashólavist við Leirhöfn á Melrakkasléttu. Túnvingull og þursaskegg eru ríkjandi en skriðlíngresi og hrossanál finnast í allmiklum mæli. Gróðursnið MS-11-01. – Northern fixed grey dunes in northeastern Iceland.

Lýsing

Stöðugar, allvel grónar, þurrar sandöldur, sums staðar með deigum lægðum, ofan við sjávarströnd þar sem sandur hefur safnast fyrir og land gróið upp. Vistgerðin hefur í flestum tilvikum þróast úr strandmelhólavist. Mosar og æðplöntur mynda meginuppistöðu í gróðurþekju og fléttur finnast í nokkrum mæli. Gróður er miðlungshár.

Plöntur

Tegundir æðplantna, mosa og fléttna fremur fáar. Ríkjandi æðplöntur eru túnvingull (Festuca rubra ssp. richardsonii), vallarsveifgas (Poa pratensis), blóðberg (Thymus praecox ssp. arcticus) og þursaskegg (Kobresia myosuroides). Af mosum eru móasigð (Sanionia uncinata), tildurmosi (Hylocomium splendens), engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus) og fjöruskúfur (Syntrichia ruralis var. ruraliformis) algengastir, en af fléttum finnast helst torfubikar (Cladonia pocillum), himnuskóf (Peltigera membranacea) og engjaskófir (P. rufescens).

Jarðvegur

Jarðvegur er þykkur sandur og sandjörð er því ríkjandi jarðvegsgerð en lífræn jörð og áfoksjörð finnast einnig í nokkrum mæli. Kolefnisinnihald er fremur lágt en sýrustig hátt. Bæði kolefni og sýrustig er mjög breytilegt.

Fuglar

Talsvert fuglalíf, spói (Numenius phaeopus), lóuþræll (Calidris alpina), heiðlóa (Pluvialis apricaria), þúfutittlingur (Anthus pratensis), kría (Sterna paradisaea) og grágæs (Anser anser).

Líkar vistgerðir

Strandmelhólavist.

Útbreiðsla

Finnst á strandsvæðum þar sem sandhólar hafa gróið upp og myndað vel grónar öldur og hóla upp af strönd. Algengust á sunnanverðu Snæfellsnesi, með suðurströndinni frá Eyrarbakka austur í Meðalland.

Verndargildi

Hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Grashólavist

Grashólavist er mjög fágæt en hún finnst í 1% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 50 km2, óvissa nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is very rare in Iceland and is found within 1% of all grid squares. Its total area is estimated 50 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í grashólavist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá