Lyngmóavist á láglendi
Lyngmóavist á láglendi
L10.8
Eunis-flokkun
F4.211 North Atlantic Vaccinium-Empetrum-Racomitrium heaths.
Lyngmóavist á láglendi

Lyngmóavist ofan við Geirmundarstaði í Selárdal, Strandasýslu. Vel gróinn lyngmói með krækilyngi, bláberjalyngi og fjalldrapa. Gróðursnið VF- 22-04. – North Atlantic Vaccinium-Empetrum-Racomitrium heath in northwestern Iceland.

Lyngmóavist á gömlu hrauni neðan við Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Gróinn lyngmói með hraungambra, bláberjalyngi, sortulyngi, beitilyngi og krækilyngi. Gróðursnið RN-25-33. – North Atlantic Vaccinium-Empetrum-Racomitrium heath in southern Iceland.
Lýsing
Þurrt og þýft mólendi vaxið krækilyngi, bláberjalyngi, beitilyngi og fleiri lágvöxnum lyng- og mólendistegundum, oft í talsverðum halla, í hlíðum, á hryggjum og bungum. Land er vel gróið, gróður lágvaxinn, æðplöntur ríkjandi, mosi allmikill og fléttur nokkrar.
Plöntur
Vistgerðin er allbreytileg og nær yfir margar gerðir lyngmóa á láglendi. Hún er frekar rík af æðplöntutegundum en miðlungi rík af mosum og fléttum. Ríkjandi tegundir æðplantna eru krækilyng (Empetrum nigrum), bláberjalyng (Vaccinium uliginosum) og beitilyng (Calluna vulgaris). Algengastir mosa eru hraungambri (Racomitrium lanuginosum), tildurmosi (Hylocomium splendens), móatrefja (Ptilidium ciliare), móasigð (Sanionia uncinata) og hrísmosi (Pleurozium schreberi) en algengustu fléttur eru snepaskóf (Parmelia saxatilis), kvistagrös (Cetraria sepincola) og himnuskóf (Peltigera membranacea).
Jarðvegur
Áfoksjörð er nánast einráð. Jarðvegur er þurr, miðlungi þykkur. Kolefni í jarðvegi er í meðallagi en sýrustig fremur lágt.
Fuglar
Allríkulegt fuglalíf, algengustu varpfuglar eru þúfutittlingur (Anthus pratensis), hrossagaukur (Gallinago gallinago), spói (Numenius phaeopus), heiðlóa (Pluvialis apricaria), lóuþræll (Calidris alpina) og rjúpa (Lagopus mutus).
Líkar vistgerðir
Fjalldrapamóavist, víðikjarrvist og kjarrskógavist.
Útbreiðsla
Finnst á láglendi og lágheiðum um allt land, einkum þar sem jarðvegur er þurr og sauðfé gengur til beitar. Síst er hana að finna í Skaftafellssýslum.
Verndargildi
Hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Lyngmóavist á láglendi er ekki aðgreind frá lyngmóavist á hálendi á korti, en í heild eru þær mjög útbreiddar og finnast í 68% landsreita. Flatarmál þeirra reiknast um 5.000 km2, óvissa er nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is on maps not separated from the related highland type. Together they are common and found in 68% of grid squares. Their total area is estimated 5,000 km2.

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.
Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).
Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.
Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.