Jöklar og urðarjöklar
Jöklar og urðarjöklar
L13.1
Eunis-flokkun
H4.2 Glaciers, H4.3 Rock glaciers and unvegetated ice-dominated moraines.
Jöklar og urðarjöklar

Frá Breiðamerkurjökli (skriðjökull), frá vinstri blasa við Saumhögg, Þuríðartindur, Fjölvinnsfjöll og Mikill. Aurdrýli og sprungur mynda sveiglaga mynstur á jöklinum. – Vatnajökull glacier in southern Iceland.

Frá efri hluta Breiðamerkurjökuls, næst Kárasker, fjær Bræðrasker, en Mikill ofar til vinstri, til hægri ber Mávabyggðir við himin. – Vatnajökull glacier in southern Iceland.
Lýsing
Svæði þar sem yfirborð er þakið ís árið um kring eða því sem næst; jökulbreiður, jökulhettur, hvilftarjöklar, skriðjöklar og jökulleifar (glacierets) (H4.2). Einnig urðarjöklar og bergruðningur og taumar ofan á jökulís (H4.3).
Útbreiðsla
Jöklar landsins, stórir og smáir á miðhálendi og fjallaskögum þar sem úrkoma er mikil.
Verndargildi
Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Jöklar eru skráðir í 19% landsreita. Heildarflatarmál þeirra reiknast um 11.000 km2. – The land type is recorded within 19% of all grid squares. Its total area is approximately 11,000 km2.